
Ástvinamissir er alltaf erfið reynsla og enginn er fyllilega búinn undir slíkt áfall, hversu langur sem aðdragandinn kann að hafa verið. Spurningar leita á hugann um næstu skref við undirbúning kveðjustundar og þau atriði sem þarf að huga að fram að útför. Þar kemur margra ára reynsla okkar að notum ykkur til handa.
Hvernig getum við aðstoðað?
- Við fundum með aðstandendum til skipulagningar og undirbúnings útfarar.
- Við sjáum um að flytja hinn látna frá dánarstað í líkhús, kistulagningu, útför og legstað.
- Við höfum samband við prest/athafnarstjóra sé þess óskað.
- Fund með aðstandendum til skipulagningar.
- Sjáum um að tilkynna andlát í fjölmiðlum.
- Við önnumst umbúnað í kistu, kistulagningu, útför, jarðarför og eða bálför.
- Kistulagningu, útför, jarðarför og/eða bálför.
Eftir óskum aðstandenda önnumst við og aðstoðum við val á:
- Kistum og duftkerum.
- Kirkju eða annars útfararstaðar.
- Ráðningu tónlistarfólks í kistulagningu og útför.
- Prentun á sálmaskrá og myndum.
- Streymisþjónustu.
- Legstaða í kirkjugarði
- Kross á leiði og uppsetningu hans eftir greftrun









Verðskrá
Verðin eru einungis til viðmiðunar og birt með fyrirvara um breytingar. Aðstandendur eru upplýstir um þær.
Hvít kista kr.146.069 – 195.000.-
Viðarkista kr.166.251 – 365.000.-.
Duftker kr.13.000 – 34.000.-
Sængurföt kr.17.856.- 19.856.-
Líkklæði kr. 12.999.-
Kross og skjöldur kr. 25.572.-
Aðstandendur geta útvegað föt og sængurföt.
Útfararþjónusta kr. 95.000 – 240.000.-
Prestsþjónusta útför kr.44.986.-
Prestsþjónusta kistulagning kr.18.744.-
Streymisveita – breytilegt verð
Erfidrykkja– breytilegt verð
Kór / einsöngur kr.45.023 – 218.554.- **
Organisti við útför kr.45.120 – 67.037.- **
Organisti við kistulagningu kr.33.508.- **
Organisti með tónlist fyrir athöfn kr.33.508.- **
** Samkvæmt taxta FÍH
Sálmaskrá – hefðbundin stærð 4 bls. – 1 brot 100 stk kr.60.873
Sálmaskrá – hefðbundin stærð 6 bls. – 2 brot 100 stk kr. 74.428.-
Sálmaskrá – Stór skrá 6 bls. – 2 brot 100 stk kr. 84.508.-
Greftrun og líkbrennsla eru greidd af kirkjugörðunum.
Líkflutningur milli landsvæða er samkomulagsatriði.
Um okkur
Strandir útfararþjónusta ehf var stofnað árið 2016 af Viðari Guðmundssyni og Ingibjörgu B. Sigurðardóttur. Starfsemin hófst í september það ár og var fyrsta athöfnin á Hólmavík. Keyptur var Buick JA500 sem er fyrsti bíllinn sem framleiddur var sem líkbíll hér á landi. Hann er enn í notkun þó kominn sé á fimmtugsaldur enda verið vel hugsað um hann alla tíð. Starfsemin var upphaflega hugsuð sem þjónusta fyrir Strandir og Dalina og víðar ef eftir því yrði leitað.
2018 var síðan keyptur Benz Vito fjórhjóladrifinn og notaður í lengri akstur og þegar færðin leyfði ekki að fara á Buick í athafnir. Húsnæði var tekið á leigu á Hólmavík sem rúmar bílana og annan nauðsynlegan búnað.
2020 var fyrirtækið stækkað þegar keypt var Útfararþjónusta Borgarfjarðar, sem hjónin Hreggviður Hreggviðsson og María Jóna Einarsdóttir höfðu rekið um árabil í Borgarnesi. Með í kaupunum fylgdi húsnæði að Borgarbraut 4, bílageymsla, lageraðstaða og skrifstofa auk Renault líkbíls sem og annars búnaðar. Í kjölfarið var nafninu breytt í Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Elvar Ólason og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir hófu störf hjá fyrirtækinu.
2023 var keyptur Cadillac líkbíll til að létta álaginu af Buick gamla. Þar með var glæsikerra til taks bæði í Borgarnesi og á Hólmavík. 2024 bættist við þjónusta af Hugsjón útfararþjónustu á Skagaströnd og var Lincon Navigator keyptur. Einnig var keyptur annar Cadillac. Nýjasta starfsstöðin er á Blönduósi.

Inga Sigurðar f.1971
Inga hefur starfað við útfararþjónustu frá 2016 og þar áður aðstoðað aðstandendur sem kirkjuvörður og meðhjálpari í Hólmavíkurkirkju síðan 2011. Inga lauk námi Félagsliða 2011, Háskólagátt á Bifröst 2022, bókara 2022.
Útfararstjóri, bókari
inga@jardarforin.is

Viðar Guðmundsson f.1982
Viðar hefur starfað við útfararþjónustu síðan 2016 og starfað sem organisti síðan 2000. Viðar er píanó- og orgelleikari að mennt og spilar auk þess á harmonikku. Hann starfar einnig sem kórstjóri og bóndi.
Tónlistarmaður, útfararstjóri.
vidar@jardarforin.is

Þórhildur Þorsteinsdóttir f.1977
Þórhildur hefur starfað við útfararþjónustu síðan 2020. Hún er búfræðingur að mennt, hefur starfað mikið að félagsmálum og er m.a sóknarnefndarformaður í Hvammsókn. Hún starfar sem einnig bóndi og bókari.
thorhild@jardarforin.is

Elvar Ólason f.1969
Elvar hefur starfað við útfararþjónustu síðan 2020. Hann er bifvélavirkjameistari að mennt. Hann hefur starfað mikið innan björgunarsveitanna. Hann starfar sem framkvæmdastjóri og bóndi.
elvar@jardarforin.is

Barbara Ósk Guðbjartsdóttir f.1980
Barbara hefur starfað við útfararþjónustu síðan 2020 hún er þroskaþjálfi að mennt og einnig er hún með diplómu á meistarastigi í sálgæslu. Hún starfar einnig sem bóndi.
barbara@jardarforin.is
Lækjartúni 22
510 Hólmavík
Viðar – 696 6937
Inga – 847 4415
jardarforin@jardarforin.is